Jón Gnarr gerir stólpagrín að fólki sem á erfitt með að sjá á eftir gömlum byggingum eða stofnunum á borð við Háskólabíó.
Margir kepptust við það á samfélagsmiðlum við að tjá sig á dögunum um þá ákvörðun Senu að hætta með Háskólabíó og lýstu margir yfir sorg yfir ákvörðuninni. Grínistinn Jón Gnarr hæddist að því fólki í færslu á Twitter í gær. Með textanum birti hann svokallað gif sem sýndi úr kvikmyndaatriði þar sem eldri maður berst við tárin, mjög dramatískt gif á ferð. Færsluna má lesa hér:
„Háskólabíó, drottinn minn dýri. blessuð sé minning þín. og Loftkastalinn. og Hraðfrystistöðin. búið að eyðileggja miðbæinn. en minningin lifir í huga mér og í hjarta þér hverju á svo að rústa næst ? Súðavoginum fagra ? er þessu fólki ekkert heilagt ? við krefjumst fortíðar!!“
Háskólabíó, drottinn minn dýri. blessuð sé minning þín. og Loftkastalinn. og Hraðfrystistöðin. búið að eyðileggja miðbæinn. en minningin lifir í huga mér og í hjarta þér ❤️ hverju á svo að rústa næst ? Súðavoginum fagra ? er þessu fólki ekkert heilagt ? við krefjumst fortíðar!! pic.twitter.com/FIzTh2JlRn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) June 10, 2023