Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Sérsveitin handtók þrjá einstaklinga eftir hnífaárás – Brotaþoli komst úr íbúð og bað um aðstoð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft nóg að gera frá fimm í morgun til sautján ef marka má dagbók hennar.

Í tveimur mismunandi tilfellum urðu slys á rafskútuökumönnum sem báðir voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir aðilar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar eftir að lögreglan tók af þeim blóðsýnatöku.

Þá slasaðist einstaklingur í fallhlífastökki. Talið er að aðilinn hafi flækst í tré við lendingu og fallið þaðan til jarðar. Einhver meiðsl urðu á honum en óvitað er um alvarleika þeirra.

Brotist var inn í söluskúr í Hafnarfirði og smáræði af peningum stolið.

Í morgunsárið barst lögreglunni á stöð 4 tilkynning um hnífsstungu en stöðin sinnir verkefnum á Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi,  Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Brotaþoli náðist að komast út úr íbúðinni þar sem árásin átti sér stað og óska eftir aðstoð. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögregluna við handtökur á þremur karlmönnum og voru þeir vistaðir í fangaklefa vegna málsins. Hinn slasaði var fluttur til aðhlynningar á slysadeild.

Þá barst tilkynning um svifvængjaflugsslys (e. paraglide) við Hafravatn. Hugsanlegt fótbrot segir í dagbókinni en ekki er vitað um frekari líðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -