Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft nóg að gera frá fimm í morgun til sautján ef marka má dagbók hennar.
Í tveimur mismunandi tilfellum urðu slys á rafskútuökumönnum sem báðir voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir aðilar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar eftir að lögreglan tók af þeim blóðsýnatöku.
Þá slasaðist einstaklingur í fallhlífastökki. Talið er að aðilinn hafi flækst í tré við lendingu og fallið þaðan til jarðar. Einhver meiðsl urðu á honum en óvitað er um alvarleika þeirra.
Brotist var inn í söluskúr í Hafnarfirði og smáræði af peningum stolið.
Í morgunsárið barst lögreglunni á stöð 4 tilkynning um hnífsstungu en stöðin sinnir verkefnum á Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Brotaþoli náðist að komast út úr íbúðinni þar sem árásin átti sér stað og óska eftir aðstoð. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögregluna við handtökur á þremur karlmönnum og voru þeir vistaðir í fangaklefa vegna málsins. Hinn slasaði var fluttur til aðhlynningar á slysadeild.
Þá barst tilkynning um svifvængjaflugsslys (e. paraglide) við Hafravatn. Hugsanlegt fótbrot segir í dagbókinni en ekki er vitað um frekari líðan.