Breski þingmaðurinn Edward Davey er meðal þeirra sem hafa sem hafa gagnrýnt ákvörðum Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um að verja brot aðalráðgjafa síns, Dominics Cummings, sem braut reglur á útgöngubanni.
Forsaga málsins er sú að Cummings fór að minnsta kosti tvisvar akandi þvert yfir England til að heimsækja foreldra sína og koma syni sínum í pössun eftir að bæði hann og eiginkona hans sýndu einkenni COVID-19. „Hann gerði það sem allir feður myndu gera,“ sagði Johnson á blaðamannafundi í gær.
Davey segir ákvörðum Johnson, um að verja brot Cummings í stað þess að reka hann, grafa undan trúverðugleika hans. Davey hefur nú kallað eftir rannsókn á málinu.
Davey sagði málið allt koma í veg fyrir að ríkisstjórnin geti einbeitt sér að vinnunni sem er fram undan. Þetta sagði hann í samtali við BBC. Hann ítrekaði að Johnson hefði átt að reka Cummings.
Davey sagði forsætisráðherrann hafa gefið fólkinu í landinu skýr fyrirmæli um að halda sig heima en að nú sé komið í ljós að aðalráðgjafi hans fyldi ekki reglunum. Hann sagði erfitt að komast yfir þá staðreynd. „Ég vona að forsætisráðherrann átti sig,“ sagði Davey.
Fréttir um brot Cummings á útgöngubanni hefur vakið mikla reiði meðal almennings í Bretlandi. Johnson virðist svo hafa gert illt verra á blaðamannafundinum í gær en hann las upp yfirlýsingu en neitaði að svara frekari spurningum um ferðir Cummings.
Sjá einnig: Boris Johnson ver brot aðalráðgjafa síns