Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Spáir fasisma á Íslandi eftir 20 ár: „Berlusconi hafði mikil og mótandi áhrif á Davíð Oddsson“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson skrifaði færslu í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins, í tilefni frétta af andláti Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.

Færsluna byrjar Gunnar Smári á eftirfarandi orðum:

„Einhver sagði að fólk ætti að fylgjast með stjórnmálum á Ítalíu, því allt sem gerðist þar endurtæki sig síðan í öðrum löndum. Það á sannarlega við Silvio Berlusconi sem komst til valda á Ítalíu löndu á undan Donald Trump í Bandaríkjunum eða Boris Johnson í Bretlandi. Og líka á undan Viktor Orban í Ungverjalandi, Erdogan í Tyrklandi eða Pútín í Rússlandi. Og svona mætti lengi telja. Belusconi var fyrirmynd þeirra sem síðar hafa verið kallaðir Strong Man í stjórnmálum.“

Segir hann að Strong Man í stjórnmálum sé fyrirbrigði sem sé að „leggja undir sig heiminn“ og nefnir þá Muti í Indlandi og Xi Jinpin í Kína sem dæmi.

„Sem er fyrirbrigði sem er að leggja undir sig heiminn, helsta einkenni stjórnmála dagsins með Muti í Indlandi, Xi Jinpin í Kína og víðar. Sumir þessarar er á hægu tölti í átt til fasisma, aðrir á skeiði. En hjá öðrum er þetta útfærsla á foringjadrifnum stjórnmálum eftir hrun stjórnmálanna almenningssamtaka. Og þau áhrif ná miklu víðar en til þessara karla sem hér hafa verið taldir upp. Og ná líka til kvenna auðvitað.

Macron í Frakklandi kom inn í stjórnmálin út úr myrkrinu eins og Berlusconi og hans stjórnmál hafa ætíð snúist um hann sjálfan frekar en einhverja raunverulega hreyfingu. Það sama átti við um Trump, hreyfingin verður maðurinn. Repúblikanaflokkurinn er flokkur Trump frekar en nokkuð sem flokkurinn var áður.“

Gunnar Smári segir því næst að sjá megi sambærileg áhrif en þó í minna mæli. Segir hann Berlusconi hafa átt „mikil og mótandi áhrif á Davíð Oddsson“.

- Auglýsing -

„Hér heima sjáum við sambærileg áhrif en í minna mæli. Berlusconi hafði mikil og mótandi áhrif á Davíð Oddsson. En Davíð er innvígður og innmúraður í Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur Davíð var kallaður að utan inn í stjórnmálin og líka Kristrún Frostadóttir. Líklega eru aðrir flokkar nú í leit að einhverri svipaðri lausn. Sem við getum kallað Berlusconi-leiðina.“

Í lokaorðum sínum kemur Sósíalistaforinginn með djarfa spá um framtíð Íslands:

„Á meðan er Ítalía komin yfir á næsta stig sem síðan mun samkvæmt kenningunni breiðast út. Þar hafa risið upp til valda flokkur sem er arftaki fasistahreyfingar Mussólíni. Þau áhrif koma hingað eftir 20-25 ár.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -