Tónlistarmaðurinn Patr!k, sem virðist fyrir misskilning vera kallaður Prettyboitjokko en það er heitið á vinsælasta lagi hans, mætti í settið hjá Götustrákunum á Brotkastinu.
Patr!k birtist eins og moldrík þruma úr heiðskýru lofti fyrir stuttu með fimm lög sem öll hafa náð vinsældarlistum yngra fólks en auglýsingaherferðin til að kynna popparann hefur verið afar áberandi undanfarna mánuði. Patr!k er duglegur að „flexa“ ríkidæmi sínu, keyrandi um á 14 milljóna króna bíl og vel klæddur í merkjavörum en ekki er það tónlistin sem hefur gert hann svo ríkan, heldur ætternið. Hann er barnabarn Helga í Góu en umboðsmaður hans er annar væntanlegur erfingi ríkidæmis, Birgitta Líf Björnsdóttir, dóttir Bjössa í World Class.
Í viðtali Götustráka við súkkulaðisæta strákinn barst talið að útlitinu, lookinu:
Bjarki: „Ég myndi segja að ef ég sæi einhvern annað en þig í þessum fötum þá myndi ég halda að þessi gaur sé maxed out á Netgíró, skilurðu en ég veit alveg að þú ert á 14 milljón króna Porsche og að þú ert búinn að kaupa þetta sjálfur.“
Aron Mímir: „Ég man að ég var einhvern tíma á vakt á Polo og þú mætti. Og ég hugsaði bara „Shit, þetta er rosaleg týpa!“. Ég hugsaði um það, ég hef sjaldan séð aðra eins týpu.“
Bjarki: „Er þetta þú eða ertu að reyna að vera einhver týpa til að fara út fyrir eitthvað eða hefurðu bara gaman að þessu?“
Patr!k: „Sko, þegar ég byrjaði að gera tónlist þá veit ég ekki hvort það var meðvitað en ég byrjaði að gera svona tónlist, þá bara „Hey, á má allt í einu bara klæða mig svolítið meira funky eða eitthvað“ og það vakti athygli fyrst. Ég fór að pósta myndum á Instagram í einhverju dressi og bara „Vó, í hverju er hann núna?“.“
Bjarki: „Ég fékk oft svona linka peistaða á mig og svona „Í hverju er hann?“.“
Patr!k: „Pældu samt í þessu small dick mentality í Íslendingum en markaðssetningin mín hefur bara gengið út á þetta, ég vill að fólk sendi þetta, svona gaurar sem bara skilja ekki. Og það er bara allt í lagi skilurðu?“
Bjarki: „Þú ert bara í háum skóm í netabol í einhverju partýi bara chillin´.“
Patr!ik: „Já. Algjörlega sko.“
Bjarki: „Og það er bara áhugavert líka því að fólk sem er þarna úti er bara í Jack & Jones fötum.“
Patr!k: „Ég held að þetta kallist bara peacocking. Þá viltu standa út, þú vilt vera einhver svona, ég held að það sé aðallega það. Að maður vilji standa út, svona „Sjáið mig“ dæmi.“
Bjarki: „Þetta er eins og þegar ég var í rauða leðurvestinu, hefurðu séð það?“
Patr!k: „Ég hef séð það.“
Bjarki: „Er það ekki eitthvað sem þú gætir fengið lánað hjá mér?“
Patr!k: „Jú, við ættum að skoða það.“
Spjallið berst að súkkulaðinu sem ber hetiið prettyboitjokko og markaðssetningunni almennt.
Aron: „Þetta er náttúrulega geituð markaðssetning, bíllinn, súkkulaðið, hvað fleira gerðirðu til að markaðssetja sjálfan þig?“
Patr!k: „Ég lét merkja einhvern drykk og svo var ég með þetta útgáfupartý.“
Því næst barst talið að gagnrýnisröddunum á Twitter.
Patr!k: „Góða fólkið á Twitter maður, djöfull. Fyndið hvað þau sátu lengi á sér, komu mjög seint inn í þessa umræðu. Allt í einu kom einhver gæi og hann gat bara ekki hamið sig og svo komu alveg 20 aðrir með.“
Aron: „Þeir bíða þar til maður er kominn með alvöru velgengni.“
Patr!k: „Já svona, „Ég ætla ekki að gefa honum cloud-ið strax“.“
Að lokum lá Götustrákunum á að vita hvort það sé ekki svolítið erfitt að vera á föstu þegar maður er orðinn sá heitasti í bransanum.
Bjarki: „Hefurðu ekkert hugsað „Af hverju er ég ekki á lausu?“ Af því að þú ert alveg prettyboifuckboi líka.“
Patr!k: „Já sko, ég er bara búinn með þennan pakka sko. Ég er að verða 29 ára. Ég byrjaði snemma og er bara búinn með þetta, að vera á lausu. Ég á líka bara æðislega kærustu, það er mikið henni að þakka… ég veit ekki hversu oft ég hef verið við hana bara svona, sérstaklega áður en ég var búinn að gefa út lag, „Hvað er ég að gera?“ Búinn að vera uppi í stúdíó og reyna að rembast. Ég á svo mörg ógeðslega léleg lög,“ segir Patr!k og útskýrir hvernig kærastan hefur hjálpað honum. „Hún sagði „Þú ert ekkert að gera þetta fyrir neinn annan en þig, þú ert ekki að gera þetta fyrir pening“.“
Bjarki: „Ertu ríkur?“
Patr!k: „Ég hef það gott sko.“
Hægt er að horfa á klippuna hér: