Lögreglan var kölluð til vegna heimilisofbeldis í borginni. Ofbeldismaðurinn var handtekinn en þá kom í ljós að hann var eftirlýstur þjófur. Hann var læstur inni í fangaklefa.
Annar dólgur var á ferð með hníf sem hann notaði til að ógna fólki. Lögreglan tók af honum hnífinn.
Þjófur var gripinn og hann settur í fangageymslu.
Sjö ökumenn voru staðnir að því víðsvegar um höfuðborgarsvæðið að aka undir áhrifum, ýmist áfengis eða fíkniefna.
Fjórir menn voru handteknir síðdegis í gær vegna líkamsárásar þar sem hnífur var notaðir. Málið er umfangsmikið, ef marka má lögreglu. Málið var í rannsókn fram eftir kvöldi og inn í nóttina. Kært er fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna.