„Matfugl kjúklingabringur frystar 85 prósent, kílóverð 3566 krónur vs Krónu kjúklingabringur ferskar 87 prósent, kílóverð 2480 krónur. Ekkert bogið við þetta?“spyr einn meðlimur inn á grúppunni Vertu á verði á Facebook. Mannlíf lék forvitni á að fá skýringar á tæplega 44 prósent verðmun á kjúklingabringum og reyndi að leita svara hjá Matfugli og Krónunni.
Frá Róbert Leó Magnússyni, Aðstoðar Sölustjóra, fékk Mannlíf neðangreint svar; Matfugl er heildsala og selur allar sína vörur á heildsöluverði undir vörumerkjum Matfugl og Ali.Álagning/útsöluverð verslunar er eitthvað sem við höfum ekkert umráð yfir og væri betra að spyrja umrædda verslun um.
Mannlíf leitaði einnig svara hjá Krónunni en ekkert svar hefur enn borist.