Illugi Jökulsson er með áhugaverðari Facebook-notendum landsins en færslur hans vekja oftar en ekki mikla athygli enda penni góður og miklum gáfum prýddur.
Í nýjustu færslu sinni skrifar hann eitthvað sem gætu túlkast sem varnaðarorð gegn þjóðefnisofstopi. Þar segir hann frá örlögum fyrrum forsætisráðherra Búlgaríu, sem fáir vita um. Fyrir um 100 árum síðan tók hann ákvörðun sem féll alls ekki í geð þjóðernissinna Búlgaríu, sem brugðust við með hrottalegu ofbeldi. Segir Illugi svo að lokum: „Sennilega er fátt hættulegra en þjóðernisofstopi.“
Færslan í heild sinni er hér að neðan:
„Allar þær sögur sem við þekkjum ekki og öll þau örlög sem við vitum ekkert um! Þessi reffilegi maður hét Aleksandar Stamboliyski og fyrir réttum 100 árum uppá dag var honum rutt úr embætti forsætisráðherra Búlgaríu vegna þess að þjóðernisofstopamenn voru ósáttir við að hann skyldi hafa gert samning við nágrannaríkin um landamerki sem fólu í sér að látið var af ýtrustu kröfum búlgarskra þjóðernissinna. Stamboliyski var handtekinn af valdaræningjum, pyntaður hrottalega og höggvin af honum höndin sem skrifaði undir samningana. Svo voru augun rifin úr honum og loks var hann hálshöggvinn og hið prúða höfuð hans sent til höfuðborgarinnar Sófíu í kexkassa. Sennilega er fátt hættulegra en þjóðernisofstopi.“