Þátturinn er aðgengilegur hér á efnisveitu Mannlífs.
Gestur Sjóarans er Heiðveig Einarsdóttir, sjókokkur og lögfræðingur.
Heiðveig var áberandi þegar hún blandaði sér í réttindabaráttu sjómanna. Í dag starfar hún á grænlensku skipi sem er að hluta til í eigu íslendinga.
Sem unglingur starfaði hún í frystihúsi. Einn daginn frétti hún af lausu plássi á togara þegar hún var að skutla félaga sínum niður á höfn. Hún vippaði sér því um borð, byggði á reynslu sinni úr frystihúsinu og hagræddi sannleikanum þannig að hún hefði verið til sjós. Hún greip svo um brjóstin og sagði „Ætlarðu ekki að ráða mig út af þessum, eða?“
Heiðveig var ráðin. „Þú hefur hálftíma til að kaupa nærbuxur og sokka,“ var dagskipan skipstjórans. Síðan hefur hún starfað við sjómennsku, lengst af starfsævinni.