Hneykslismálið með mjólkurfernurnar og Úrvinnslusjóð er ekki enn afstaðið. Neytendum var talin trú um að fernurnar væru endurunnar en nú er komið á daginn að þær voru fluttar til Svíþjóðar og brenndar þar. Úrvinnslusjóður borgaði brúsann og sagðist Ólafur Kjartansson framkvæmdastjóri hafa verið í góðri trú.
Eftir að Heimildin upplýsti um blekkingarleikinn varð mikil umræða í fjölmiðlum. Svo bárust þær fréttir að stjórn Úrvinnslusjóðs hefði boðið Ólafi framkvæmdastjóra starfslokasamning eða með öðrum orðum rekið hann eftir 20 ára starf með 12 mánaða laun í farteskinu. Flestir sáu samhengi í klúðrinu og brottrekstri Ólafs. En þá steig Magnús Jóhannesson, stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs, fram og sagði brotthvarfið ekki snúast um afglöp sjóðsins og stjórnandans og bar fram flókna útskýringu á breyttu hlutverki sjóðsins. Skýring Magnúsar hefur valdið undrun og vantrú en á sér hugsanlega þær rætur að stjórn sjóðsins ber ábyrgð og þar með sök ekki síður en framkvæmdastjórinn. Þarna gæti verið um að ræða hvítþvott í framhaldi af grænþvotti. Magnús var skipaður af Guðmundi Inga Guðbrandssyni. þáverandi umhverfisráðherra …