Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
3.2 C
Reykjavik

Guðrún leggur Skodanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það fer vel á því á kvennafrídaginn að Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni. Eftir langa mæðu og vandræðagang varð loks niðurstaða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sú að standa við loforðið sem hann gaf við upphaf kjörtímabilsins þegar hann sagði að Jóni yrði skipt út fyrir Guðrúnu. Margir eru ósáttir við að láta Jón fara en hann hefur þótt kraftmikill í embætti þótt sumum hafi þótt orka hans fara til verka sem voru til óþurftar.

Guðrún hefur hreina pólitíska áru og þykir heiðarleg og fylgin sér. Það þykir spennandi að sjá hvernig Guðrún tekur á málum í ráðuneytinu, jarðsprengjusvæði sem kostað hefur pólitískt líf forvera hennar, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Sigríðar Andersen.

Guðrún ráðherra býr í Hveragerði og hefur ekið til vinnu í Reykjavík á eigin bíl. Nú segja gárungarnir að hún mæti að vanda á Skodanum í vinnuna en haldi heim á ráðherrabíl í dagslok…

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -