Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Lekandi tröllríður Íslandi – Aldrei fleiri tilfelli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aldrei hafa fleiri verið greindir á Íslandi með kynsjúkdóminn lekanda en greindust hér í fyrra. Samtals greindust 159 með þann leiða fjanda en tilfellum hefur farið fjölgandi síðustu ár þó tilfellunum hafi fækkað í Covid-19 heimsfaraldrinum.

Frá þessu er greint í Farsóttafréttum embættis landlæknis. Vísir sagði frá þessu á vef sínum.

Sjötíu prósent tilfellanna sem greindust í fyrra voru hjá körlum og 30 prósent hjá konum. Hefur kynjahlutfalið sveiflast á milli ára. Síðustu fimm ár hefur aldurshópurinn 25-34 ára verið sá algengasti í greiningum, fyrir utan árið 2020 er flestir voru á aldrinum 15 til 24 ára.

„Fjölgun tilfella lekanda á árinu 2022 hefur einnig sést í öðrum löndum Evrópu. Í Noregi varð aukning tilfella hjá gagnkynhneigðu yngra fólki. Sérstakar áhyggjur eru þar í landi af aukningu lekandasmita hjá ungum konum þar sem lekandi getur valdið svæsnum sýkingum og ófrjósemi hjá konum. Ekki hafa komið fram ákveðnar skýringar á þessari aukningu en ein af hugsanlegum skýringum sem sóttvarnarstofnun Noregs (Folkehelseinstituttet) hefur sett fram á þessari fjölgun lekandasmita er opnun samfélagsins á ný eftir COVID-19 heimsfaraldurinn,“ segir í Farsóttafréttum.

Einnig segir að vaxandi áhyggjur séu af sýklalyfjaónæmum lekandabakteríum.


En hvað er lekandi?Eftirfarandi upplýsingar má finna á Vísindavef Háskóla Íslands:

Lekandi er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Neisseria gonorroheae. Bakterían getur sest að í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Hægt er að smitast af lekanda við samfarir, endaþarmsmök og munnmök.

- Auglýsing -

Þeir sem smitast af lekanda verða yfirleitt varir við breytingu á lit og lykt á útferð úr leggöngum eða þvagrás. Einnig veldur lekandi iðulega miklum sársauka við þvaglát eða verk í grindarholi, hjá bæði konum og körlum. Sumir sem fá lekanda eru einkennalausir en geta engu að síður smitað aðra. Einkenni lekanda og klamydíu eru svipuð en þó heldur meiri hjá þeim sem fá lekanda. Einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á fyrstu viku eftir smit en það getur þó gerst síðar.

Til þess að lækna lekanda eru notuð sýklalyf. Áður en þau eru gefin þarf að taka sýni til ræktunar og finna rétta sýklalyfið. Lekandabakterían getur verið af ýmsum stofnum og margir þeirra eru ónæmir gegn sumum sýklalyfjum.

Rétt er að taka fram að lekandi er alvarlegur sjúkdómur. Hann getur valdið ófrjósemi bæði hjá konum og körlum. Eins getur hann valdið sýkingu og bólgu í liðum, augnsýkingum og í verstu tilvikum sýkingu í eggjaleiðurum og kviðarholi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -