Jón Gunnarsson kveður dómsmálaráðuneytið í færslu á Facebook síðu sinni í gær þar sem hann þakkar lesendum fyrir traustið, stuðninginn og aðhaldið undanfarin misseri en leggur áherslu á þakkir sínar til starfsfólks ráðuneytisins. Að lokum óskar hann eftirmönnum sínum farsæls starfs.
,,Við höfum orðið varir við að þetta hefur verið erfiður tími fyrir þá sem eru ekki fylgjandi Sjálfstæðisflokknum í skoðunum.“
Hann segir að það hafi ekki farið framhjá neinum að ýmislegt hafi gengið á í ráðuneytinu undanfarið þar sem margir málaflokkar, sérstaklega útlendingamál og löggæsla, hafi staðið þar á tímamótum auk þess að ýmsum framfaramálum hafi ýmist verið lokið eða ýtt úr vör og lýkur þeim orðum sínum orðrétt á því að „við höfum orðið varir við að þetta hefur verið erfiður tími fyrir þá sem eru ekki fylgjandi Sjálfstæðisflokknum í skoðunum.“
Að lokum segir hann að hann hefði kosið að geta fylgt eftir mikilvægum málum en það kallast á við það sem hann sagði þegar hann var gestur Reynis Traustasonar í þættinum Mannlífið í apríl síðastliðnum. Þar sem hann sagðist viðurkenna að þau í ráðuneytinu þyrftu meiri tíma en fram á vorið til að ljúka stórum málum.
Í sama viðtali var hann spurður hvort hann teldi að hann yrði áfram dómsmálaráðherra þar sem hann svaraði því þannig að frá honum séð ríkti um það fullkomin óvissa og varðandi framhald sitt í stjórnmálum orðaði hann það þannig að á meðan maður hefur gaman af hlutunum þá er gaman að halda áfram.
Færsla Jóns á Facebook í heild sinni: