Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Týndur á hafi úti á leið sinni að Titanic

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kafbátur á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins OceanGate sem notaður er til bjóða viðskiptavinum skoðunar- og könnunarferðir að frægasta skipsbraki veraldar, Titanic, er nú týndur á hafi úti en ekki er vitað nákvæmlega hvenær samskipti við farið rofnuðu.

Þetta kemur fram á vef BBC.

Búið er að ræsa út viðbragðsaðila eftir að ljóst varð að samskipti við farið hefðu rofnað á sunnudagskvöld en gert er ráð fyrir að farið sé um 700 kílómetra suður af Nýfundnalandi.

Farið sem um ræðir er um sjö metrar á lengd, tíu tonn að þyngd, getur flutt fimm sálir niður á 4000 metra dýpi og hefur súrefnisbirgðir í 96 klukkustundir. Farmiðinn kostar ríflega 34 milljónir íslenskra króna en auk þriggja farþega eru tveir í áhöfn.

Einn farþeganna, breski könnuðurinn og auðkýfingurinn Hamish Harding, lýsti því yfir á samfélagsmiðlum fyrir brottför að veðrið hefði boðið upp á glugga fyrir áhöfnina að ýta úr vör en þar sem veðurskilyrði liðinn vetur hefðu verið þau verstu í 40 ár væri ósennilegt að fleiri ferðir yrðu farnar að Titanic þetta árið.

Í yfirlýsingu sinni segja OceanGate að þau einblíni fyrst og fremst á áhafnarmeðlimi og fjölskyldur þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -