Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Hitabylgjan veldur stóraukinni aðsókn í Vök: „Sjáum það glögglega á fjölda íslenskra gesta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það stefnir í metsumar hjá Vök Baths í Fellabæ en aldrei hafa jafn margir gestir heimsótt staðinn það sem af er júnímánaðar. Þakkar framkvæmdarstjórinn hitabylgjunni sem hefur verið á Austurlandi undanfarið, fjölgun gesta.

Í frétt Austurfréttar um málið segir að aðsókn í Vök hafi verið með allra besta móti síðastliðnar vikur og talsvert meira en hefur verið á sama tíma síðustu tvö ár.

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri, segir að hitinn síðustu vikur eigi án efa þátt í aukinni aðsókn í Vök. Í ofanálag hafa mun fleiri skemmtiferðaskip verið á Austurlandi í ár en boðið er upp á ferðir farþegar í Vök, bæði frá Seyðisfirði og Djúpvogi.

„Hitarnir hafa sannarlega mikil áhrif og við sjáum það glögglega á fjölda íslenskra gesta sem leggja leið sína hingað. Það er nokkuð áberandi mikill fjölda ferðalanga núna sem eru íslenskir í viðbót við enn meiri fjölda erlendra ferðamanna. Við njótum góðs af og ég held að þeir sem hingað koma geri það líka. Hitastigið í Urriðavatninu hefur verið kringum um fimmtán gráður og aldeilis kjörið að taka þar sprett og láta svo líða úr sér í heitu laugunum.“

Næstu daga fá Austfirðingar (kærkomið?) frí frá hitanum en samkvæmt Veðurstofu Íslands mun draga verulega úr hitanum næstu daga en von er á rigningu á morgun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -