Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Bragi Páll á 11. ára edrúafmæli „Systkyni okkar eru að deyja á biðlistum. Ég hefði dáið þar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bragi Páll Sigurðarson heldur upp á 11. ára edrúafmæli í dag.

Rithöfundurinn umdeildi, Bragi Páll Sigurðarson skrifaði færslu í dag á Facebook þar sem hann segir 11. ár liðið frá því að hann gekk inn á Vog. Notar hann tækifærið og bendir á brotalamir í meðferðakerfinu en biðlistar eru þar allt of langir.

Bragi Páll gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færsluna:

„20. júní 2012 gekk ég inn á Vog.

11 ár.
4015 sinnum hef ég lagt allsgáð höfuð á koddann.
4015 sinnum hef ég vaknað óþunnur.
Fyrst einn. Svo tvö. Svo þrjú. Svo fjögur.
4015 daga ferðalag frá sjálfsvígshugsunum yfir í þakklæti.
4015 dagar þar sem ég hef fengið að búa mér til líf úr engu, af því ég fékk hjálp.

Systkyni okkar eru að deyja á biðlistum. Ég hefði dáið þar. Lögum meðferðarkerfið. Björgum okkur.“

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -