Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Steina sýknuð af ákæru um manndráp á geðdeild

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjúkrunarfræðingurinn Steina Árnadóttir var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi en neitaði sök. Vísir greindi fyrst frá.

Steina starfaði á geðdeild Landspítalans þegar kona með geðklofa lést þar fyrir tveimur árum. Var hún sökuð um að bera ábyrgð á dauðanum með því að hafa þröngvað ofan í konuna tveimur flöskum af næringardrykk með þeim afleiðingum að hún kafnaði.

Steina neitaði sök í málinu. Hún sagði samstarfskonu sína hafa kallað á sig þegar sjúklingurinn hafi átt erfitt með andadrátt. Hún bankaði þá á bak konunnar og hrökk þá upp úr henni matarbiti. Síðan segist hún hafa gefið konunni sopa af næringardrykk sem byrjaði að renna niður munnvik sjúklingsins. Þá hafi hún misst meðvitund.

Samstarfsfólk Steinu sögðu atburðarásina hafa verið aðra. Sjúkraliði sótti Steinu þegar verið var að gefa sjúklingnum að borða og hann ekki kyngt matnum. Þá hafi Steina samstundis hellt næringardrykknum ofan í konuna og látið samstarfskonur sínar halda henni niðri á meðan. Þrátt fyrir að þær hafi sagt Steinu að þær teldu sjúklinginn ekki geta andað og væri að deyja hafi hún haldið áfram að hella upp í hana. Samstarfsmenn hennar lýstu henni sem hranalegri í garð sjúklinga.

Réttarlæknar sögðu sjúklinginn hafa látist vegna vökva í lungum en ekki var hægt að staðfesta hvers lags vökva.

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans staðfesti að ófullnægjandi aðstæður hafi verið á geðdeild þegar atvikið átti sér stað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -