Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Icelandair horfir annað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandair horfir til þess að semja við annað íslenskt flugfreyjufélag, Íslenska flugstéttafélagið, ÍFF, til að tryggja framtíð flugfélagsins eftir að Flugfreyjufélag Íslands, FFÍ, gekk frá samningaborðinu á lokametrunum í vikunni. Svo herma heimildir Mannlífs.

Hið nýja flugstéttarfélag hefur nú þegar samið við flugfélagið Play sem hyggst fara í loftið innan tíðar og herma heimildir Mannlífs að þeir samningar séu næstum helmingi hagstæðari fyrir flugfélagið heldur en núgildandi samningar Icelandair við flugfreyjur.

Ákveði Icelandair að leita annað eftir flugliðum þarf félagið aftur á móti að láta reyna á forgangréttarsákvæði sem til staðar er í núgildandi kjarasamningum

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa íslenskar flugfreyjur samið við Play um kjör sem eru umtalsvert lægri en tilboð Icelandair sem FFÍ hefur hafnað og enn lægri en núgildandi samningur þess við flugfélagið. Ákveði Icelandair að leita annað eftir flugfreyjum og flugþjónum þarf félagið aftur á móti að láta reyna á forgangréttarsákvæði sem til staðar er í núgildandi kjarasamningum flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sætti mikillri gagnrýni í vikunni fyrir að viðra þann möguleika að semja við annað stéttarfélag.

Viðmælendur Mannlífs telja að stjórn Icelandair fái í dag heimild til þess á hluthafafundi að auka hlutfé félagsins þrátt fyrir að ekki hafi náðst að semja við flugfreyjur.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -