Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Segir vald Katrínar Jakobsdóttur til þingrofs umdeilanlegt: „Í raun aðeins tilkynning um kjördag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hannes Hólmsteinn segir að þingrofsvald forsætisráðherra sé umdeilandlegt og oft samningsatriði milli stjórnarflokka.

Nú þegar stjórnarsamstarf ríkisstjórnarinnar virðist standa ótryggum fótum, miðað við viðbrögð Sjálfstæðismanna við hvalveiðibanni Svandísar Svavarsdóttur. Ef ríkisstjórnin springur vegna þessa er tvennt í stöðunni, sem líklegast þykir. Annars vegar að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn semja við annan eða aðra flokka um koma inn í ríkisstjórnina, á kostnað Vinstri grænna og hins vegar að Katrín Jakobsdóttir nýti þingrofsvald sitt og boði til nýrra kosninga.

Mannlíf spurði Hannes Hólmstein Gissurason, stjórnmálaprófessor um stöðuna og hvort hann teldi Katrínu Jakobsdóttur hafa þingrofsvald. Svörin við fyrstu tveimur spurningunum voru í stysta lagi en hann var spurður að því hvort hann teldi að ríkisstjórnin væri sprungin og þá hvort hann teldi líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndu losa sig við Vinstri græna úr ríkisstjórninni. Svarið við þeim báðum var „Nei.“

Aðspurður um vald Katrínar til þingrofs, svaraði Hannes á eftirfarandi hátt:

„Um það má deila: formlega hefur forsætisráðherra þingrofsvald, en oft er um það samið, að hann beiti því ekki nema með samþykki samstarfsflokka. Enn fremur skerðist valdið talsvert af því, að þingið situr áfram, þótt það sé rofið, svo að þingrof er gagnslítið gagnvart hugsanlegum nýjum þingmeirihluta. Í rauninni er þingrof aðeins tilkynning um kjördag.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -