Flugfélagið Icelandair skoðar að semja við nýtt stéttarfélag flugfreyja ef ekki tekst að landa samning við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ). Þetta kemur fram í grein Morgunblaðsins.
Þar segir að nýja stéttarfélagið yrði skiparð flugfreyjum sem ekki hafa stutt þá leið sem samninganefnd FFÍ hefur farið.
Boðað hefur verið til fundar hjá samninganefnd FFÍ og Icelandair í dag klukkan 8:30 í hjá ríkissáttasemjara.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur sagt að nýir samningar þyrftu að nást fyrir 22. maí, þá fer næsti fundur með hluthöfum Icelandair fram.