Fimmtudagur 23. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Líf fjögurra stúdenta endaði snögglega á Öxnadalsheiði – Flugslysið sem lamaði kennslu árið 1958

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Seint í mars árið 1958 lögðu fjórir stúdentar úr Menntaskólanum á Akureyri af stað í flugferð frá Reykjavík. Var ætlun þeirra félaga að heimsækja gamla vini á Akureyri og um leið gamla menntaskólann sinn en þeir höfðu allir útskrifast úr honum ári áður. Einn þeirra, Geir Geirsson hafði lokið einkaflugprófi og flaug Cessna 172 vélinni. En á leiðarenda komust piltarnir ekki því brak flugvélarinnar fannst á Öxnadalsheiði en þeir létust allir.

Um er að ræða eitt sorglegasta flugslys Íslandssögunnar því þarna fórust fjórir ungir menn í blóma lífsins á einu bretti.

Vísir sagði frá sorgartíðundunum á sínum tíma:

Fjórir tvítugir menn farast í flugslysi á Öxnadalsheiði.

Flugvélin hrapaði nokkra kílómetra fyrir vestan Bakkasel

Flakið fannst í gærmorgun og mennirnir látnir, er að var komið.

Það sviplega slys varð síðdegis á laugardaginn að fjórir ungir menn fórust í flugslysi á Öxnadalsheiði, skammt fyrir ofan Bakkasel og rétt við þjóðveginn.

Þessir ungu menn voru allir stúdentar og bekkjarbræður, útskrifuðust í fyrra úr Menntaskólanum á Akureyri. Þeir voru Geir Geirsson frá Djúpavogi, flugmaður, fæddur 21. maí 1936, Jóhann Möller frá Rvík, fæddur 23. apríl 1937, Bragi Egilsson frá Hléskógum í Höfðahverfi, fæddur 19. júní 1937 og Ragnar Ragnars frá Siglufirði, fæddur 31. marz 1937 (hefði átt afmæli í dag). Piltarnir lögðu af stað frá Reykjavík kl. 17.00 síðdegis á laugardaginn í flugvél, sem flugskólinn Þytur h.f. átti af gerðinni Cessna 172. Þetta var ný vél, smíðuð í fyrra í Kansas í Bandaríkjunum og keypt þá þegar hingað til lands. Hún var fjögurra sæta. Áætlaður flugtími norður 1:45 klst. og flugvélin hafði eldsneyti til 4% klukkustundar flugs. Þegar flugvélin kom ekki á áætlunartíma til Akureyrar var eftirgrennslan hafin þegar í stað og spurst fyrir á bæjum norðanlands hvort flugvélarinnar hafi orðið vart. Við þær eftirgrennslanir kom í Ijós, að vélarinnar hafði síðast orðið vart yfir bænum Ytri Kotum í Norðurárdal í Skagafirði og stefndi hún þá í áttina á Öxnadalsheiði. Slydduveður hafði verið norðanlands um miðjan daginn, stytti síðan upp undir kvöldið en var lágskýjað.

Leit undirbúin.

Þegar flugvélarinnar hafði ekki orðið vart í Bakkaseli þótti sýnt að eitthvað myndi hafa orðið að vélinni annaðhvort á Öxnadalsheiði eða í fjöllunum þar í grennd. Voru ráðstafanir gerðar þegar í stað til að senda leitarflokka á svæðið, bæði héðan úr Reykjavík, en þó aðallega frá Akureyri. Flugfélag Íslands bauð að senda Douglas-flugvél með leitarflokk norður á Sauðárkrók á laugardagskvöldið. Var það 14 manna hópur úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, sem fór með flugvélinni til Sauðárkróks, og kom þangað nokkru eftir miðnætti. Flugbjörgunarsveitarmenn héldu síðan á bílum svo langt sem komizt varð inn Blönduhlíðina og Norðurárdalinn, en munu hafa verið komnir skammt inn á Öxnadalsheiði þegar fregn barst um að flakið af hinni týndu flugvél væri fundið og að annar leitarflokkur væri í þann veginn að komast að því. Snéru Reykvíkingarnir þá til baka.

Flakið finnzt.

Douglasvélin, sem flutt hafði leitarmennina aðfaranótt sunnudagsins til Sauðárkróks, hóf svo leit strax í birtingu í gærmorgun og það var hún sem fann flakið kl. 6 árdegis. Frá Akureyri fór 45 manna lið til leitar á þremur stórum marghjóla bílum (trukkum) og 4 jeppum. En kafaófærð var víða á veginum, einkum á Þelamörk og eftir að inn í Öxnadal kom, svo ferðin sóttist seint. Lagði aðalhópurinn af stað klukkan langt gengin 10 um kvöldið, en tveir jeppanna eitthvað síðar. Við Bægisá var liðinu skipt í þrjá flokka. Fór einn flokkurinn undir forystu Jóns Sigurgeirssonar frá Helluvaði að Flögu í  Hörgárdal, en þaðan átti svo að leita Hörgárdalsheiði. Ellefu i menn voru í þeim hópi. Annar 11 manna hópur undir forystu Richards Þórólfssonar átti að leita Hólafjall og Hóladal og brúnirnar austan Öxnadalsins. Þriðji hópurinn -— 14 manns — hélt undir forystu Tryggva Þorsteinssonar, formanns Flug’*- björgunarsveitarinnar á Akureyri áfram inn Öxndal. Var ófærð svo mikil að ekki varð bilum viðkomið og var því fengin beltisdráttarvél með sleða að láni á Hálsi í Öxnadal og farið á henni það sem eftir var leiðarinnar. Hafði flokkurinn verið alla nóttina á ferli og kom um hálf sjö leytið um morguninn að Bakkaseli og lágu þá fyrir orð um það að flugvélaflakið hefði fundizt úr lofti. Væri það móts við svokallaðan Kaldbaksdal á Öxnadalsheiði, á að gizka 300—400 metrum fyrir vestan girðinguna á heiðarbrúninni og um það bil 30 metra frá þjóðveginum. Mun vélin ekki hafa átt nema örfárra sekúnda flug til þess að komast norður af brúninni. Landið er þarna að mestu slétt en þó lágar ávalahæðir.

Aðkoman að flugvélinni

Þegar að flugvélinni kom lá hún á hvolfi og öll samanlögð og mikið brotin, en ekki brunnin. Tvö líkin voru inni í vélinni, en tvö höfðu kastast út úr henni við áreksturinn. Ekki er á þessu stigi unnt að leiða nokkrar líkur að orsökum slyssins, en geta má þess að brotinn var hluti af hægra væng, sem bendir til þess að vélin hafi fyrst komið niður á vænginn. Forstöðumaður loftferðaeftirlitsins, Sigurður Jónsson. flaug norður í morgun til þess að skoða flakið og rannsaka slysið og orsakir þess.
Líkin voru flutt niður að Bakkaseli í gær og voru þau dregin á sleða, fyrst af beltisdráttarvél en síðan jeppabifreið unz komið var niður á Moldhaugnaháls. Þar beið sjúkrabifreið og flutti líkin til Akureyrar. Þangað var komið um hálfþrjúleytið í gærdag. Leitarmennirnir, sem héldu upp á Hörgárdalsheiði komu nokkru seinna til bæjarins.



Kennsla fellur niður


Vegna þessa sorglega atburðar var tilkynnt í gær að kennsla félli niður í dag í Háskóla Íslands og Menntaskólanum á Akureyri. Sömuleiðis var háskólatónleikum aflýst í gær. Flugmaðurinn, Geir Geirsson, var við flugnám og með um 20,0 flugstundir að baki. Hafði hann þegar lokið einkaflugprófi og var að mestu búinn að ljúka atvinnuflugprófi. Hinir piltarnir þrír stunduðu allir nám í læknadeild Háskólans.  Síðasta flugslys hér á landi, þar sem maður hefur farizt næst á undan þessu, varð fyrir röskum tveim árum, eða 12. febrúar 1956 við sæluhúsið á Holtavörðuheiði, er þar fórst lítil flugvél með einum manni og beið hann bana.

Aðstandendur og vinir fjórmenninganna hyggjast koma upp minnisvarða um fjórmenningana á Öxnadalsheiðinni í sumar. Stofnaður hefur verið reikningur vegna söfnunarinnar í Sparisjóði Höfðhverfinga. Reikningsnúmerið er 1187 – 05 – 252550. Kennitala er 251059 – 3819, á nafni Braga Björgvinssonar.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -