Lögregluþjónn varð fyrir árás manns sem barði hann í andlitið í nótt. Árásarmaðurinn var yfirbugaður og hann læstur inni í fangaklefa. Hann svarar til saka í dag og verður væntanlega dæmdur fyrir fólskuna.
Flieri ofbeldismenn voru á ferli í nótt. Einn var með óspektir inni á skemmtistað. Dyraverðir náðu ekki að tjónka við hann og var lögregla kölluð til og dólgurinn handtekinn. Hann var látinn laus eftir samtal á lögreglustöð en verður kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.
Þriðji ofbeldismaðurinn var handtekinn eftir lífshættulega líkamsárás á skemmtistað í miðbænum. Fórnarlambið var flutt meðvitundarlaust á sjúkrahús og er þungt haldið, að því er segir í dagbók lögreglu.
Ökumaður bifreiðar handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist hann einnig sviptur ökuréttindum. Laus að blóðsýnatöku lokinni Annar ökumaður kærður fyrir að aka bifreið án ökuréttrinda.