Einn þekktasti veitingamaður landsins, Ólafur Grétar Laufdal Jónsson, lést í gær. Hann var 78 ára en fjölskylda Ólafs staðfesti andlátið í samtali við Vísi.
Hann byrjaði einungis 12 ára gamall að starfa hjá Hótel Borg en lauk svo námi í Hótel- og veitingaskólanum.
Ólafur starfaði á og átti nokkra staði en sá þekktasti er líklega Hollywood sem hét áður Cesar. Í áraraðir var hann vinsælasti staður landsins.
Auk veitingabransans var Ólafur starfandi innan fegurðasamkeppna hér á landi í aldarfjórðung en einnig flutti hann inn marga heimsfræga tónlistarmenn. Í seinni tíð rak hann Hótel Grímsborgir með eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur.