Íbúar höfuðborgarsvæðisins gætu þurft að bíða lengur eftir sumarveðri en samkvæmt Veðurstofu Íslands er spáð þungbúnu veðri fram á laugardag. Á miðvikudag kólnar töluvert og verður hiti á bilinu 7-9 stig. Á fimmtudag er spáð rigningu og sjö gráðum á höfuðborgarsvæðinu en hlýjast verður á Egilsstöðum.
Á vef Veðurstofunar segir:
„Á miðvikudag:
Vestlæg eða breytileg átt 5-15 m/s og rigning með köflum. Hiti 6 til 16 stig, mildast á Suðaustur- og Austurlandi.
Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 5-10 og allvíða skúrir. Kólnar lítillega.
Á föstudag:
Snýst í norðaustan og norðan 3-10. Væta með köflum og hiti 7 til 13 stig.“