Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Helga Vala hjólar í Bjarna Ben: „Er engin raunveruleg ráðherraábyrgð í gildi á Íslandi?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir ráðherraábyrgð vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka en skýrsla Fjármálaeftirlitsins var gerð opinber í morgun. Skýrlan er vægast sagt svört.

„Er engin raunveruleg ráðherraábyrgð í gildi á Íslandi? Hvað þýðir það að bera lagalega og pólitíska ábyrgð? Hafa þau orð einhverja merkingu?“ skrifaði Helga Vala á Twitter og hlekkjaði grein sína um málið á heimasíðu sinni helgavala.is.

Í niðurlagi greinarinnar er Helgu Völu umhugað um hinu meintu ábyrgð Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra.

„Bæði forsætisráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra hafa ítrekað sagt fjármálaráðherra hafa axlað ábyrgð á mistökum sínum vegna sölunnar en lagaleg og pólitísk ábyrgð fjármálaráðherra er vandlega skrifuð í lög um sölu ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Mistökin við söluna fólust m.a. í að ekki var gætt jafnræðis við söluna, að veittur var mikill afsláttur þrátt fyrir umframeftirspurn eftir hlutum í bankanum á hærra verði og loks því að upplýsingagjöf til þingnefnda og almennings var ábótavant. Bankasýslan annaðist framkvæmdina en ráðherra bar að taka ákvarðanir um hvert einasta skref sölunnar, allt í samræmi við meginreglur laganna um hlutlægni, hagkvæmni og jafnræði. Það gerði hann ekki og á því ber fjármálaráðherra ábyrgð. Hann ber líka ábyrgð á slökum vinnubrögðum undirstofnunar sinnar, bankasýslunnar, skv. almennum reglum stjórnskipunarréttarins.“

Að lokum spyr hún einfaldlega:

„Mun hann axla þá ábyrgð?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -