Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hótar að stöðva greiðslur til WHO endanlega

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) afarkosti. Hann hótar að stöðva greiðslur til WHO endanlega en hann hætti fjárveitingum til stofnunarinnar tímabundið í apríl. Ástæðan er sú að Trump er afar ósáttur við hvernig WHO hefur brugðist við og höndlað kórónuveirufaraldurinn.

Trump sendi WHO bréf þess efnis að hann hyggist hætta fjárveitingum endanlega ef WHO uppfyllir ekki ákveðin skilyrði. Í bréfinu, sem Trump birti á Twitter í nótt, telur hann upp atriði sem hann segir WHO þurfa að bæta til að tryggja fjárveitingar frá Bandaríkjunum.

Bréfið er stílað á Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmann stofnunarinnar, en Trump hefur kallað hann strengjabrúðu Kína. Í bréfinu segir Trump WHO skorta sjálfstæði og segir Tedros hafa misstigið sig ótal sinnum í baráttunni gegn faraldrinum.

Trump hefur sjálfur verið gagnrýndur fyrir sín viðbrögð við veirufaraldrinum en hann skellir skuldinni á Kína.

Í bréfinu fer Trump fram á að WHO geri betur og sýni fram á sjálfstæði gagnvart Kína. Trump segir WHO hafa 30 daga til að gera breytingar til að koma í veg fyrir að Bandaríkin stöðvi endanlega greiðslur til WHO.

- Auglýsing -

Margir gagnrýndu Trump í apríl þegar hann stöðvaði greiðslur til WHO, Bill Gates var meðal þeirra sem gagnrýndu Trump og sagði gjörning hans vera „eins hættulegan og hann hljómar“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -