Öll spjót hafa beinst að Birnu Einarsdóttur fráfarandi bankastjóra Íslandsbanka, frá því að skýrsla Fjármálaeftirilitsins um bankasöluna leit dagsins ljós á dögunum. Öll spjót nema mögulega eitt, spjótið hans Brynjars Níelssonar.
Brynjar Níelsson, fyrrum aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar fyrrum dómsmálaráðherra, skrifaði í dag færslu á Facebook þar sem hann tekur upp hanskann fyrir Birnu Einarsdóttur, fráfarandi bankastjóra Íslandsbanka en þau tvö eru vinir frá aldaöðli.
Í færslunni segir hann umræðuna í samfélaginu oft geta verið „óvægin og stundum ósanngjörn“ og að stjórnmálamenn séu oft leiðandi í slíkri umræðu. Segir hann að það hafi verið skynsamlegt af Birnu að stíga til hliðar, bankanum og trausti til hans í hag en tekur fram að það breyti því ekki að hún sé „öflug, traust og góð kona, sem hefur staðið sig frábærlega í að byggja upp öflugan banka.“ Segist hann vonast til að hitta hana í Vestmannaeyjum þar sem þau eru vön að elda ofan í „róttæka vinstrimenn“. Segir svo að lokum að þau geti kannski lagt fyrir sig matseld „því ekki er vinnan að þvælast fyrir okkur þessa dagana.“ Færsluna má lesa í heild hér að neðan:
„Umræðan í samfélaginu getur verið óvægin og stundum ósanngjörn. Stjórnmálamenn eru oftar en ekki leiðandi í slíkri umræðu, eins sérkennilegt og það er. Vinnubrögð Íslandsbanka við sölu á hlut ríkisins í bankanum voru ekki bara aðfinnsluverð heldur fóru einstaka starfsmenn gegn lögum. Um það er ekki deilt og ekki heldur um það að þeir sem komu við sögu þurfi að bera ábyrgð.