Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

„Birna er öflug, traust og góð kona, sem hefur staðið sig frábærlega í að byggja upp öflugan banka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Öll spjót hafa beinst að Birnu Einarsdóttur fráfarandi bankastjóra Íslandsbanka, frá því að skýrsla Fjármálaeftirilitsins um bankasöluna leit dagsins ljós á dögunum. Öll spjót nema mögulega eitt, spjótið hans Brynjars Níelssonar.

Brynjar Níelsson, fyrrum aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar fyrrum dómsmálaráðherra, skrifaði í dag færslu á Facebook þar sem hann tekur upp hanskann fyrir Birnu Einarsdóttur, fráfarandi bankastjóra Íslandsbanka en þau tvö eru vinir frá aldaöðli.

Í færslunni segir hann umræðuna í samfélaginu oft geta verið „óvægin og stundum ósanngjörn“ og að stjórnmálamenn séu oft leiðandi í slíkri umræðu. Segir hann að það hafi verið skynsamlegt af Birnu að stíga til hliðar, bankanum og trausti til hans í hag en tekur fram að það breyti því ekki að hún sé „öflug, traust og góð kona, sem hefur staðið sig frábærlega í að byggja upp öflugan banka.“ Segist hann vonast til að hitta hana í Vestmannaeyjum þar sem þau eru vön að elda ofan í „róttæka vinstrimenn“. Segir svo að lokum að þau geti kannski lagt fyrir sig matseld „því ekki er vinnan að þvælast fyrir okkur þessa dagana.“ Færsluna má lesa í heild hér að neðan:

„Umræðan í samfélaginu getur verið óvægin og stundum ósanngjörn. Stjórnmálamenn eru oftar en ekki leiðandi í slíkri umræðu, eins sérkennilegt og það er. Vinnubrögð Íslandsbanka við sölu á hlut ríkisins í bankanum voru ekki bara aðfinnsluverð heldur fóru einstaka starfsmenn gegn lögum. Um það er ekki deilt og ekki heldur um það að þeir sem komu við sögu þurfi að bera ábyrgð.

Bankastjórinn, Birna Einarsdóttir, gömul skólasystir mín úr barnaskóla, vék til hliðar í dag. Held að það hafi verið skynsamlegt hjá henni því bankinn hefur beðið hnekki og fjármálafyrirtæki byggja jú tilvist sína á trausti. Ekkert að þessu breytir því að Birna er öflug, traust og góð kona, sem hefur staðið sig frábærlega í að byggja upp öflugan banka. Vil óska Birnu velfarnaðar og vonast til að hitta hana í Vestmannaeyjum þar sem við eldum venjulega saman á hverju ári á Hólnum fyrir fjölda manns, aðallega vinstri róttæklinga, þar sem Jón Óskar, myndlistamaður, er fremstur meðal jafningja. Við getum kannski lagt fyrir okkur matseld því ekki er vinnan að þvælast fyrir okkur þessa dagana.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -