Á vef Kauphallarinnar er birt tilkynning frá Kviku banka hf. varðandi slit á samrunaviðræðum við Íslandsbanka.
Í bréfinu er talað um að atburðir síðastliðinna daga, það sé fyrirséð að boðað verði til hluthafafundar og mögulegs stjórnarkjörs í framhaldinu hafi orðið til þess að Kvika sjái ekki forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram að svo búnu.
Í textanum er tekið fram að undanfarna mánuði hafi Kvika og Íslandsbanki unnið að því með bæði erlendum og innlendum ráðgjöfum að meta samlegð af samruna félaganna á markaði. Þegar viðræðum var slitið höfðu þær ekki leitt til sameiginlegrar niðurstöðu um skiptahlutföll en höfðu engu að síður verið góður og ljóst þyki að ávinningur af samruna félaganna gæti orðið verulegur.
Stjórn Kviku hefur lýst yfir vilja sínum til að hefja viðræður að nýju ef forsendur skapast.