Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Lögregla kom upp um milljóna þýfi eftir tilkynningu um hnífsstungu: „Meðlimir í alræmdu þjófagengi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í mars árið 1995 fékk lögregla tilkynningu um hávaða og ölvun í kjallaraíbúð við Stangarholt í Reykjavík. Síðar var tilkynnt um hnífstungu í sömu íbúð.

Tilkynning um hnífstungu varð til þoss að lögreglan í Reykjavik fann mikið af þýfi sem stolið hefur verið að undanförnu. Talið er að verðmæti þýfisins nemi milljónum.

Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um mikil ólæti og ölvun í samkvæmi kjallaraíbúð við Stangarholt gærmorgun. Tilkynnt var um hnífstungu. Síðar kom í ljós að viðkomandi hafði stungið sjálfan sig lærið afbrýðikasti. Hann var fluttur á slysadeild þar sem gert var að óverulegum sárum hans íbúðinni fann lögreglan hins vegar þýfi upp á milljónir króna. Reyndust sumir samkvæmisgesta vera meðlimir í alræmdu þjófagengi, að sögn lögreglu. Flutti lögreglan átta manns, fimm drengi og þrjár stúlkur, í fangageymslur. Þau eru öll um tvítugt.(DV, 6.mars 1995)

Konunum og tveimur mannana var sleppt úr haldi stuttu síðar en þrír sátu yfirheyrslur. Þar kom í ljós að þýfið sem fannst í íbúðinni var úr mörgum innbrotum. Aðallega var um dýra muni að ræða, tölvur, símkerfi og hljómflutningstæki. Heildarvirði þýfisins var talið nema milljónum króna.

Eftir frumyfirheyrslur sleppti RLR einum drengjanna en fór fram á 10 daga gæsluvaröhald hjá Héraðsdómi Reykjavíkur yfir hinum tveimur síðdegis í gær. Þeir tilheyra ekki þjófagenginu og eiga óverulega afbrotasögu að baki. Þeir eru leigjendur íbúðarinnar við Stangarholt þar sem þýfið fannst. Annar drengjanna er sá sem stakk sig í lærið. (DV, 6.mars 1995)

Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Kalla þurfti út fleiri lögreglumenn til þess að flytja mennina frá Héraðsdómi Reykjavíkur í Síðumúlafangelsið þar sem þeir sýndu mótspyrnu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -