Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Bílastæðagjöld hækka: 40% hækkun og gjaldtaka lengd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fundi Umhverfis- skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gærmorgun var tillaga að breytingum á gjaldskyldu fyrir bílastæði Reykjavíkurborgar samþykkt.

Tillagan felur í sér hækkun bílastæðagjalda á gjaldsvæði P1 um 40% og verði 600 kr. á hverja klukkustund og hámarkstími verði 3 klukkustundir. Einnig verður gjaldtaka lengd til klukkan 21:00 alla virka daga og laugardaga auk þess sem gjaldtaka verður sett á á sunnudögum sem mun hefjast klukkan 10:00 að morgni og ljúka klukkan 21:00.

Eins er lagt til að gjaldtaka verði afnumin á gjaldsvæði P3 á laugardögum en annað verður óbreytt frá gildandi tilhögun.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að breytingarnar yrðu kynntar samtökum rekstraraðila í miðborginni og viðkomandi íbúaráðum og samtökum í hverfum miðborgarinnar áður en til endanlegrar afgreiðslu kæmi en sú málsmeðferðartillaga var felld.

Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins kallaði breytingarnar róttækar og óverjanlegt að hækka gjöld á meðan þjónusta strætó væri ófullnægjandi. Fulltrúinn sagðist myndi styðja breytingarnar ef tryggt væri að tíðni ferða strætó myndu aukast og þjónustan bætt en á meðan svo væri ekki þar sem margt fólk ætti sér ekki annara kosta völ en að nota einkabíl.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins gerir bendir á að breytingarnar myndu hafa mikinn fælingarmátt fyrir þá sem koma akandi í bæinn og að hækkanir á gjöldum myndi hafa áhrif á verðbólgudrauginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -