Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Strönduðu og stýrishúsið fór á kaf: Datt á punginn við að bjarga lífi sínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Minnstu munaði að illa færi þegar skipstjórinn og útgerðarmaðurinn Friðgeir Höskuldsson frá Drangsnesi og áhöfn hans sem voru við rækjuveiðar í Steingrímsfirði höfnuðu á skeri með þeim afleiðingum að stýrishúsið fór á kaf með Friðgeir inni.

„Ég næ að slá af og þá small báturinn upp á skerið.  Maður hrökk óneitanlega við. Strákarnir voru með öll ljós uppi og þeir voru úti á dekki að ganga frá og þrífa. Við vorum þrír á; Halldór bróðir minn sem er búinn að vera með mér á sjó eiginlega alveg síðan hann var smá gutti og Heimir Gíslason var vélstjóri.“

Í fyrstu virtist þetta bara vera óhapp og enginn í lífshættu en annað átti eftir að koma á daginn.

„Þetta var ekki gott mál sko, nema það að við sáum það strax að hann var á floti að framan en sat vel að aftan og alveg kloss-fastur svoleiðis að ég hringi, en maður kallaði nú ekkert á Gæsluna eða svoleiðis enda hafði það ekkert upp á sig.“

Bátarnir sem komu að reyndu að losa þá af skerinu en við það fóru þeir úr öskunni í eldinn.

„Ég hringi eftir aðstoð í Donnu, þá Kleifarbræður, og þarna kom líka Gunnvör að aðstoða okkur. Ég var svo vitlaus, ég var nú búinn að vera að þvælast þarna á kajak í gamladaga þegar ég var stráklingur hringinn í kringum þetta sker og ég var búinn að gleyma því að það er svona glufa í Boða þannig að þar sem framendinn var þar var aðeins dýpra og svo, aðeins lengra, þar grynnti aftur og svo bara veggur niður; 8 metra dýpi þar alveg við sko. Maður náttúrulega mundi þetta ekki þarna í þetta skiptið, svoleiðis.

það var helvíti vont maður því það lenti beint á punginn!

- Auglýsing -

Svo komu þeir og við festum í hann að framan og það náttúrulega lítið pláss fyrir þá fyrir ofan skerið. Þeir kipptu í hann og hann fór af stað og upp á næsta hrygg og sat þar kloss-fastur. Hann var bara eins og siginn fiskur, hann datt fram af skerinu og sat í hælinn. Þar með lagðist hann á hliðina og fór alveg á kaf nema hlutinn bakborðsmeginn að aftan en hann stóð upp úr.“

Þegar þarna var komið fór stýrishúsið að fyllast af sjó með Friðgeir inni. Hurðin var komin á kaf og rækjutrollið fyrir þannig að nú voru góð ráð dýr.

„Strákarnir voru fyrir aftan stýrishúsið, stóðu þar og fóru svo upp á hlunninguna bara. Ég var inni í stýrishúsinu. Ég hélt nú alveg ró minni. Það var nú skrýtið því að ég fattaði það náttúrulega að ég færi aldrei út um hurðina því að rækjutrollið það fór fram með og útilokaði að ég kæmist þar út.“

- Auglýsing -

Bróðir Friðgeirs fór þá í ham til bjarga bróður sínum. Tækin í stýrishúsinu voru springandi í kringum hann með miklum hávaða þegar sjórinn komst í þau og þar var bara loftrými fyrir hann að anda í í einu horninu.

„Dóri bróðir, ég veit ekki hvað kom yfir hann. Hann skipaði mér að opna gluggann á stýrishúsinu bakborðsmegin og ég fór svo út um hann. Hann var á kafi en það var svona loftrými í horninu á stýrishúsinu og ég náði að ná mér í loft þar en það var helvíti óhuggulegt að tækin voru að springa og allt það saman. Hávaðinn í þessu þegar sjórinn kom í þetta.

Svo var svona rör í stýrishúsinu sem tækin voru fest við og borðið. Ég náði að stíga á það og svo small ég út af því í fyrstu lotu þegar ég var að reyna að komast upp og það var helvíti vont maður því það lenti beint á punginn! En það jafnaði sig allt saman.

Ég var sallarólegur. Dóri bróðir fór eftir hlunningunni og náði að grípa í höndina á mér til að aðstoða en það skilur enginn hvernig ég fór út því ég er nú ekkert lítill um mig. Það hefði eiginlega ekki átt að geta skeð að ég kæmist út en ég tæklaði það eftir að ég kom öxlunum út.“

Sem betur fer komust þeir allir heilir frá þessu ef ótalið er eitt högg á pung. Báturinn var svo dreginn til fjöru tveimur dögum síðar og þeir voru komnir aftur á sjóinn tveimur mánuðum síðar.

Friðgeir segir frá þessu í síðasta þætti Sjóarans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -