Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Vandræðalegt partí í Guðmundarlundi og lögreglumenn undrandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hátt í 300 ungmenni komu saman í Guðmundarlundi í Vatnsendalandi í Kópavogi í nótt. Tilefni þótti til að kalla til lögreglu vegna hávaða. Þá kom á daginn, lögreglu til undrunar, að hópurinn í skóginum var að grilla sykurpúða og undir hljómaði tónlist. Ekki sást vín á nokkrum manni. Lögreglumenn töldu þó að einhverjir hefðu laumast inn í skóginn til að dreypa á áfengum veigum. Aðspurðir gestir töldu að þetta væri heldur „vandræðalegt partý“ eins og segir í dagbók lögreglunnar. Ekkert þurfti að aðhafast frekar í Guðmundarlundi og héldu verðir laganna á brott. Eftir sat ungt fólk að sleikja sykurpúða.

Guðmundarlundur er útivistarsvæði, öllum opið, sem Skógræktarfélag Kópavogs á og rekur. Í lundinum eru grill til leigu, leiksvæði, minigolfvöllur og frisbýgolfvöllur.

Annað og verra var að gerast í Kópavogi þar sem tilkynnt var um líkamsárás í Hamraborg. Málið er í rannsókn. Fórnarlambið var flutt á slysadeild til aðhlynningar en gerendur flúðu af vettvangi.

Aðeins einn gisti fangageyslu lögreglunnar í nótt. Er það til dæmis um friðsama nótt. Talsvert var þó um ölvun og hávaða framan af nóttu. Í miðbænum voru menn á ferli með piparúða og væntanlega að ógna vegfarendum. Lögreglan gómaði mennina og færði á lögreglustöð. Pipardólgarnir fengu tiltal en var síðan sleppt út í nóttina.

Ástsjúkur ökumaður var staðinn að því reyna að tæla konur upp í bifreið sína. Athæfi hans tilkynnt til lögreglu. Óljóst um lyktir þess máls.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -