Vestmannaeyingar eru harmi slegnir vegna banaslyss sem þar varð í dag.
Sagt hefur verið frá því í fréttum að karlmaður á áttræðisaldri hafi fallið úr Ystakletti og hafnað í sjónum. Það hafi svo verið Björgunarfélag Vestmannaeyja sem náði manninum úr sjónum en hann reyndist vera látinn. Maðurinn, sem búsettur var í Vestmannaeyjum var að smala fé í hópi manna, í klettinum er slysið varð en fram kemur í frétt RÚV að fallið hafi verið hátt þar sem maðurinn féll.
Ystiklettur er austasti klettur norðurklettanna í Vestmannaeyjum, en hann stendur norður af Víkinni þar sem innsiglingin í höfnina er.
Lögregla rannsóknar tildrög slyssins.