Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Lögreglan elti uppi og náði bílþjófum og fleira kom í ljós

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það hlóp á snærið hjá lögreglumönnunum sem eltu uppi bílþjófa í Reykjavík. Tilkynnt var um þjófnað á bifreið og komst lögreglan fljótt á sporið og stöðvaði þjófana. Þá kom á daginn að þetta var sama fólkið og hafði verið að verki í öðru þjófnaðarmáli. Þarna voru því slegnar tvær flugur í einu höggi.

Nokkuð var um grunsamlegar mannaferðir í umdæmi lögreglunnar í nótt.  Lögregla fór á vettvang í einu slíku máli þar sem dularfullar mannaferðir komu við sögu. Mennirnir fundust ekki þrátt fyrir eftirgrennslan. Lögreglu var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir þar sem aðilar voru að kíkja í garða um miðja nótt. Lögregla fór á vettvang en garðakrimmarnir voru farnir af vettvangi þegar til kom. Á öðrum stað og tíma var aðili í annarlegu ástandi til vandræða. Lögreglan kom en sá annarlegi var horfinn. Þá var tilkynnt um ökumann með barefli sem væntanlega var til alls líklegur. Bæði meintur fantur og bifreið hans voru horfin þegar til kom. Um sama leyti var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi á veitingarstað í Hafnarfirði. Hann neitaði að yfirgefa staðinn og var til vandræða. Lögregla brá skjótt við, fór á vettvang, en maðurinn var þá horfinn sporlaust.

Sofandi gleðimaður

Gleðimaður nokkur gafst upp á næturlífinu í nótt og ákvað að fá sér lúr á tröppum. Meðvitaðir borgarar létu lögreglu vita sem mættu á staðinn og vöktu manninn. Þeim svefndrukkna var síðan ekið heim til sín og málinu lauk farsællega

Lögregla sinnti veitingarhúsaeftirliti þar sem flestir staðir voru tril fyrirmyndar. Aðeins reyndist vera eitt skemmt epli. Einn staður verður kærður fyrir brot á lögum um veitingarstaði, gististaði og skemmtanahald.

Á svæði Hafnarfjarðarlögreglu var tilkynnt um líkamsárás. Fórnarlambið var flutt á bráðamóttöku og er líklega nefbrotið. Málið er í rannsókn og stefnt að því að koma lögum yfir ofbeldismanninn.

- Auglýsing -

Tilkynnt um rúðubrot íí fjölbýlishúsi, lögregla fór á vettvang og ræddi við vitni sem kváðust vita hver gerandi væri. Þá var um bifreið skemmd um svipað leyti á öðrum stað Vitni töldu sig þekkja skemmdarvarginn.

Nokkrar tilkynningar voru um samkvæmishávaða, lögregla sinnti þeim verkefnum af alúð.

Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð. Hann var látinn laus að því loknu.

- Auglýsing -

Tilkynnt um umferðaróhapp, lögregla fór á vettvang og ræddi við ökumenn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -