Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
3.2 C
Reykjavik

Staða Eddu í uppnámi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn standa yfir hreinsanir hjá Íslandsbanka í framhaldi af brallinu með útboð á bréfum bankans. Rétt eins og spáð var í Mannlífi fyrir fall Birnu Einarsdóttur þá er Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, hættur. Það var ákveðið í gær.

Ásmundur er sekur um þau inngrip að hafa sett sig sérstaklega í samband við regluvörð til að liðka fyrir kaupum starfsmanna bankans. Ásmundur er eiginmaður Önnu Lísu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks VG. Hjónin hafa bæði fjárfest í bankanum. Ásmundur fékk að kaupa á sérkjörum í útboðinu umdeilda. Fjármálaeftirlitið segir að þátttaka starfsmanna Íslandsbanka í kaupunum hafi skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. Arftaki Ásmundar í bankanum er Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, áður náinn samstarfsmaður Birnu bankastjóra. Kristín þykir vera mjög hæf á sínu sviði, burtséð frá aðkomu að sölu bréfanna. Hún er fyrrverandi eiginkona heilsuþjálfarans Arnars Grant.

Hjónin Ríkharður Daðason fag­fjár­fest­ir og Edda Her­manns­dótt­ir, markaðs-og sam­skipta­stjóri Íslands­banka, koma við sögu hagsmunaárekstra. Ríkharður keypti í útboðinu fyrir 27 milljónir króna. Hann keypti  hlutinn undir markaðsverði, eins og fjárfestum bauðst.  Edda og Ríkharður virðast hafa verið einkar farsæl í fjármálum. Þau keyptu, að sögn Moggans, 500 fermetra ein­býl­is­húsi við Bakka­vör á Seltjarn­ar­nesi í byrj­un seinasta mánaðar. Hjón­in greiddu 273 millj­ón­ir fyr­ir húsið.

Staða Eddu við bankann er mjög ótrygg og krafa uppi um að hún axli ábyrgð á málum rétt eins og Birna og Ásmundur. Þá er uppi hörð gagnrýni á bankastjórnina fyrir að ráða ekki að bankanum fólk sem er óháð þeim sem leiddu Íslandsbanka í þær ógöngur sem nú blasa við og virðast engan endi taka. Loks er mikil reiði vegna þess að starfslokasamningar bankans við gerendur verða ekki opinberaðir fyrr en eftir nokkra mánuði …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -