Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Segir fjármálaráðherra hafa klúðrað sérstöðu flokksins: „Hvað verður um Bjarna Benediktsson?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson samfélagsrýnir með meiru er þekktur fyrir að tala tæpitungulaust en færslur hans á Facebook vekja jafnan mikla athygli. Í þeirri nýjustu fer hann yfir sérstöðu stjórnarflokkanna.

Allir þrír stjórnarflokkarnir fá á baukinn í yfirferð Björns á sérstöðu þeirra. Framsókn er þekkt fyrir sérstöðu með bændum og rándýrum íslenskum matvælum að sögn Björns, Vinstri grænir þekktir fyrir ýmislegt en að sögn Grindvíkingsins virðist sem flokkurinn sé búinn að gleyma hvað það var. Einkavæðing er sérstaða Sjálfstæðisflokksins að mati Björns en segir fjármálaráðherra hafa klúðrað því með Íslandsbankasölunni.

Færsluna má lesa í heild sinni hér:

„Flokkarnir reyna eðlilega að skapa sér einhverja sérstöðu og nota svo þá sérstöðu til að heilla almenning í atkvæðaleitinni.

**********
Framsókn er þekkt fyrir samstöðu sína með bændum og áherslur á íslensk matvæli, þrátt fyrir að þau séu þau dýrustu sem bjóðast á markaðnum.
Heimsmálin og stríðsrekstur í útlöndum breyta þeirri stefnu ekki neitt!
**********
VG er þekkt fyrir ýmislegt sem flokkurinn virðist algjörlega vera búinn að gleyma hvað er!
Ísland úr NATO og herinn burt hljómar eins og öfugmælavísa nú, en er enn á stefnuskrá flokksins!
**********
Einkavæðing!
Einkavæðum allt sem almenningur hefur byggt upp saman, allt sem hugsanlega má græða á með okri einstaklinganna sem fá til þess aðstöðu á silfurfati.
Það er sérstaða Sjálfstæðisflokksins eða hefur lengi verið.
Nú er Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, búinn að eyðileggja þá sérstöðu með klúðrinu í Íslandsbankamálinu.
Hver verður þá sérstaðan og hvað verður um Bjarna Benediktsson?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -