- Auglýsing -
DV greinir frá því að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi þann 29. júní síðastliðinn hafnað kröfu um frávísun máls Margrétar Friðriksdóttur gegn Icelandair eftir að henni var vísað frá borði vélar flugfélagsins haustið 2022 þegar hún var á leið sinni til Rússlands til að taka upp heimildarmynd.
Margrét gerir kröfu á Icelandair upp á um 24 milljónir króna og búast má við að aðalmeðferð í málinu verði nú í haust.
Skömmu eftir atvikið var Margrét gestur þáttarins Lifa & Njóta hér á Mannlífi þar sem hún ræddi um atburðinn.