Ísrelsher ruddist inn í flóttamannabúðirnar í Jenín á Vesturbakkanum í Palestínu í morgun að eigin sögn til að útrýma hryðjuverkamönnum. Illugi Jökulsson bendir á að reynslan sýni að óbreyttir borgarar verði verst fyrir barðinu á slíkum aðgerðum.
Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson skrifaði færslu í morgun þar sem hann gagnrýnir harðlega innrás Ísraelshers í flóttamannabúðirnar í Jenín. Segir hann að slíkt endi alltaf með þjáningum óbreyttra borgara. Færsluna má lesa hér að neðan:
„Ísraelsher er farinn af stað eina ferðina enn og ræðst nú af miklu afli á flóttamannabúðir í Jenín. Herinn segist vera að útrýma hreiðrum hryðjuverkamanna en reynslan segir okkur hvernig það endar — með þjáningum óbreyttra borgara. Vissulega er réttlætanlegt að verja sig gegn hryðjuverkum og ekki réttlæti ég þau. En ímyndiði ykkur hvernig lífi Palestínumenn hafa mátt lifa í meira en 70 ár — og kúgun Ísraelsmanna versnar raunar sífellt.“