Bandaríska fyrirtækið Alef hyggst framleiða rafknúinn flugbíl sem fyrirhugað er að verði kominn í almenna sölu árið 2025. Fjölmörg fyrirtæki víða um heim eru að þróa rafknúin farartæki sem geta flogið en Alef sker sig úr að því leytinu til að farartækið sem um ræðir getur bæði ekið um eins og hefðbundinn bíll en líka tekið á loft.
Stofnendur fyrirtækisins segja á síðu sinni að þeir hafi fangið innblástur sinn frá kvikmyndaseríunni Back to the Future, þar sem tímaflakkandi DeLorian flugbíll er í forgrunni.
Farartækið mun, ásamt því að vera bíll, vera það sem kallast e-VTOL sem eru rafknúin farartæki sem virka ekki ósvipað og drónar þar sem afli er dreift til spaða sem vísa upp á við sem knúa svo farið til allra átta.
Á jörðu niðri er ekki gert ráð fyrir að bíllinn komist mikið hraðar en um 40 kílómetra á klukkustund og mun hugsunin vera sú að þurfirðu að fara hraðar gera framleiðendurnir ráð fyrir að þú nýtir flugtækni bílsins.
Flugmálastjórn Bandaríkjanna hefur gefið fyrirtækinu vottun til að sýna, prófa og þróa farið en það mun þó þurfa frekari vottanir og samþykki til að hægt sé að aka því löglega á vegum og svo að lokum setja það á markað.
Á sama tíma er Japanska fyrirtækið SkyDrive langt á veg komið í sinni þróun og hyggjast að sama skapi markaðsetja sitt e-VTOL farartæki á svipuðum tíma og Alef, en það er fyrst og fremst loftar.