Mánudagur 30. desember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Móðir ósátt við endalausa bið eftir greiningu: “Ég er pirruð, vonsvikin og finn fyrir vonleysi”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Hulda Benjamínsdóttir skrifaði færslu á Facebook þar sem hún talar um þá erfiðleika sem hefur mætt henni og eiginmanni hennar við að fá greiningu handa ungum syni þeirra. Gagnrýnir hún opinbera kerfið harðlega.

Sólveig sagðist vilja létta á hjartanu í byrjun færslunnar. „Ég er pirruð, vonsvikin og ég finn fyrir vonleysi.“ Segir hún son sinn hafa frá upphafi sýnt frávik í þroska en þegar hann hóf leikskólagöngu sína eins ár gamall fóru kennarar og leiðbeinendur hans einnig að taka eftir frávikum hjá honum. Þá hafi grunur vaknað um að hann væri á einhverfurófinu þó að enginn hafi þorað að fullyrða neitt um það. „Þegar hann var um það bil tveggja ára, eða um það leiti sem hann byrjaði að reyna að ganga, byrjaði fyrsta holl greiningarferlisins. Það byrjaði á bið eftir sálfræðingi… langri bið. Leikskólinn ýtti og ýtti á sálfræðinginn sem þá var með samning við sveitarfélagið um að taka sálfræðimat á barninu.“

Sólveig segir að erfiðlega hafi gengið að fá að hitta sálfræðinginn því hann hafi verið „eiginlega hættur og fáir aðrir sálfræðingar áttu hjá sér greiningartæki fyrir svona lítil börn.“ Sagði hún að í hverri viku hefðu þau hjónin og leikskólinn ýtt á eftir þessu en að lítið sem ekkert hefði gerst. „Það var lýjandi að reka á eftir þessu alltaf… annaðhvort að hringja á sveitarfélagið eða mæta þangað og spyrjast fyrir um þetta.“ Sagði hún að sonur hennar hafi verið orðinn þriggja ára þegar sálfræðingurinn komst loks í að gera matið en að þá hafi tekið við bið eftir skilafundi með sálfræðingnum. „Aftur byrjaði sami pakkinn – símhringingar, tölvupóstur og fleiri símhringingar. Eftir hellings bið fengum við sálfræðimatið… minnir að það hafi verið í janúar á þessu ári.“ Segir hún að málið hafi verið sent um leið á Ráðgjafa- og greiningarstöðina en að þá hafi þau byrjað annað ferli. „Að spyrjast fyrir um hvenær barnið kæmist að hjá þeim.“ Eftir að hafa beðið í nokkra mánuði eftir svörum hjá Ráðgjafa- og greiningarstöðinni fengu þau hjónin loks svar á dögunum:

„Það er í dag um 15-16 mánaða biðtími fyrir þann forgangshóp sem þessi drengur er í. Honum var vísað í janúar á þessu ári þannig að það er ennþá langur tími fram á greiningu, verður vonandi vorið 24.“

Sólveig er síður en sátt við svörin:

„Ég bara trúi því varla að þetta séu svörin. Að við þurfum að bíða í heilt ár í viðbót eftir greiningunni hans er ótrúlegt miðað við það sem á undan hefur gengið. Við vorum kannski bara einstaklega óheppin… ég veit það ekki samt. Ég veit bara að þetta hefur verið alveg ólýsanlega mikið álag. Eins og það sé ekki nógu mikið álag að eiga einhverft barn þá bættust þarna fullt af áhyggjum yfir biðinni hjá “kerfinu.” Að vera hrædd um að hann sé að gleymast. Að vera með stanslausan kvíða yfir þessu er ekki gaman, ég myndi ekki óska mínum versta óvini að hafa þennan kvíðahnút í maganum. Í hreinskilni sagt þá held ég að þessi kvíði fari aldrei því ég treysti því ekki að opinbera kerfið sjái vel um Kela.“ Segir hún að það sé einnig sárt að hafa aldrei verið sagt frá þeirri aðstoð sem sonur þeirra átti rétt á, þau hafi frétt af aðstoðinni frá öðru fólki.

- Auglýsing -

Segir Sólveig að lokum að hún hafi viljað skrifa færsluna í von um að hún geti hjálpað fólki í sömu stöðu. Hægt er að lesa færsluna í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -