Ríkisstjórn Íslands gæti verið að falla en kjósendur láta óánægju sína í ljós í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallups.
Stuðningur við ríkisstjórn Íslands er í frjálsu falli frá kosningum árið 2021 ef marka má Þjóðarpúls Gallup í júní og er stuðningur við núverandi ríkisstjórn í sögulegu lágmarki, aðeins 35,7 prósentur. Síðast þegar ríkisstjórn mældist með jafn lítið fylgi sprakk hún og boðað var til nýrra kosninga árið 2017. Kjósendur Vinstri-Grænna og Framsóknarflokksins virðast hafa flúið flokkanna á þeim stutta tíma sem liðið hefur frá Alþingiskosningunum 2021. Framsóknarflokkurinn sem fékk 17,3 prósent atkvæða í kosningunum hefur hríðfallið og mælist nú aðeins með 8,7 prósenta fylgi. Ástandið er ekki betra hjá Vinstri-Grænum en í kosningunum hlaut flokkurinn 12,6 prósent atkvæða en í nýjustu könnun Gallup myndi flokkurinn fá aðeins 6,2 prósent fylgi ef kosið væri í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tryggari kjósendur en samstarfsflokkarnir og mælist hann með 20,8 prósent atkvæða og missir aðeins 3,6 prósent fylgi.
Ríkisstjórnin hefur þurft að fást við gífurlega erfið og óþægileg mál á undanförnum mánuðum og standa hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur, kolsvört skýrsla Seðlabanka Íslands um sölu Íslandsbanka og verðbólga þar upp úr. Ýmsir spekingar hafa spáð í stjórnarslitum undanfarna daga og verður fróðlegt að sjá hvort að stjórnin lifir af júlímánuð.