Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Vörpuðu upplýsingum um Assange á kennileiti Lundúna: „Ofsóttur fyrir að stunda blaðamennsku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Julian Assange átti 52 ára afmæli í gær og í tilefni þess birtu stuðningmenn hans upplýsingar um mál hans á helstu kennileiti Lundúnarborgar.

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks og vinur Julian Assange, blaðamanns og fyrrum ritsjóra Wikileaks, skrifaði færslu í gær á Facebook. Tilefnið var 52 ára afmæli Assange sem hefur verið í haldi Belmash-fangelsinu í Bretlandi í fimm ár, fyrir að uppljóstra um stríðsglæpi Bandaríkjahers í Íraksstríðinu.

„Julian Assange er 52 ára í dag og heldur upp á fimmta afmælisdaginn í Belmarsh, mesta öryggisfangelsi Bretlands. Hann er pólitískur fangi í London, ofsóttur á pólitískum forsendum fyrir að stunda blaðamennsku. Þetta er öllum ljóst í dag enda varla reynt lengur að breiða yfir þá staðreynd nema með aumlegum lagatæknilegum útúrsnúningum. Hann gæti verið á leið til Bandaríkjanna í fangaflugi á næstu dögum eða vikum ef allt fer á versta veg.“

Kristinn hélt áfram: „Sú aumingjalega þjónkun Breta gagnvart Bandaríkjamönnum sem birtist í máli Assange er stærsta skömm Bretlands í dag. Þögn pólitískra leiðtoga annara ríkja Evrópu er skömm Evrópu og sú skömm dýpkar með hverri nýrri yfirlýsingu þjóðarleiðtoga annara ríkja utan álfunnar, frá Rómönsku Ameríku, frá forsætisráðherra Ástralíu og nú með stuðningsmerki frá Páfanum í Róm.

Til að minnast dagsins var upplýsingum varpað með myndvarpa á nokkur helstu kennileiti í Lundúnarborg.“

Hér fyrir neðan má svo sjá myndskeið af aðgerðum stuðningsmanna Julians.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -