Kína hyggst takmarka útflutning á tveimur málmtegundum sem notaðar eru í hátækniiðnaði og hergagnaframleiðslu frá 1. ágúst. Viðstkiptaráðherra Kína segir að gjörningurinn sé til að tryggja þjóðaröryggi en rýnar telja þetta andsvar Kína við tilraunum Bandaríkjamanna til að hamla tækniþróun þar í landi.
Málmarnir sem um ræðir eru galíum og germaníum en þeir eru m.a. notaðir í hálfleiðara. Þó útflutningstakmörkunum sé ekki beint á ákveðnu landi geta Kínverjar hafnað ákveðnum svæðum um útflutning.
Viðskiptatakmarkanirnar koma í kjölfar vangavelta Bandaríkjamanna um að takmarka sölu gervigreindarflaga til Kína með því að setja hámark á vinnslugetu þeirra.
Líklegt er talið að þetta muni auka á spennu milli Kína og Bandaríkjanna.