Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Hættuástandi lýst yfir í Keflavík og hótelgestir í áfalli: Byssumaður sást við Vatnsnesveg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fólki var mjög brugðið og gestir í uppnámi,“ segir starfsmaður Park inn í Keflavík sem sá til manns með riffill, gegnt hótelinu, á Vatnsnesvegi. Starfsmaðurinn segist í viðtali við Mannlíf hafa séð manninn greinilega en ekki geta fullyrt um það hvort um hafi vertið að ræða alvöru riffil. Fólki var mjög brugðið en einhverjir náðu myndum af byssumanninnum.

Lögreglan í Reykjanesbæ hefur lokað fjórum götum í Keflavík. Hættuástand er á svæðinu og biður lögreglan fólk um að virða lokanir. „Götur við Vatnsnesveg eru lokaðar á þessari stundu og biðjum við vegfarendur um að virða lokanir. Þær götur sem lokanir hafa áhrif á eru Vatnsnesvegur, Hafnargata, Framnesvegur og Básvegur svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Í athugasemd við yfirlýsingu lögreglu á Facebook segir að maður með riffil hafi miðað á bifreiðar.

Vísir hefur eftir Brunavörnum Suðurnesja að lögregla hefði óskað eftir því að sjúkrabíll yrði tiltækur á vettvangi, við Hafnargötu.

Upp úr klukkan 23 var opnað fyrir umferð um göturnar að nýju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -