„Líkindin með aðdragandanum núna og í fyrra eru mikil. Þetta byrjaði þá 30 júlí með svipuðum látum og núna. Þá hófst gosið 3. ágúst,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn í Reykjanesbæ, um jarðskjálftana og yfirvofandi eldgos við Fagradalsfjall. Fjöldi jarðskjálft ahefur dunið yfir síðan í gær. Sá harðasti er 4,8 á Richter. Þá er landris á Reykjanesi sem er vbísbending um að kvika sé að brjóst upp á yfirborðið.
Gunnar segir það vera sitt mat að komi til eldgoss geti það gerst á hverri stundu. Lögreglan og aðrir sem koma að málum eru að meta stöðuna til að vera viðbúin. Víðtækt samráð er í gangi.
„Við munum afmarka hættusvæði og kynna það ef til kemur,“ segir Gunnar.