Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Biskup hafnar kröfum séra Skírnis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur hafnað kröfum séra Skírnis Garðarssonar um að biskupinn dragi yfirlýsingar sínar til baka hvað varðar þjónustulok prestsins og að honum verði heimilað að snúa aftur í embætti sitt fyrir kirkjuna. Kröfurnar voru lagðar fram af Sigurði Kára Kristjánssyni, lögmanni Skírnis, sem staðfestir að höfnun Agnesar hafi borist í dag.

„Biskup hefur hafnað okkar kröfum og nú verða næstu skref tekin. Mér finnst líklegt að málið fari þennan farveg eins og lagt var upp með,“ segir Sigurður Kári. Skjólstæðingur hans íhugar nú mjög alvarlega að fara í mál við kirkjuna og biskup líkt og hann hafði boðað í samtali við Mannlíf. Þar mun hann krefjast bæði miska- og skaðabóta.

Sigurður Kári Kristjánsson

„Ég hef falið lögmönnum að sækja rétt minn gagnvart biskupi,“ sagði Skírnir sem var rekinn úr embætti héraðsprests á Suðurlandi. Hann segist ekki vilja tjá sig frekar um brottrekstur sinn en hann hefur verið gerður útlægur frá Þjóðkirkjunni og má ekki vinna nein prestsverk í hennar nafni.

Sjá meira hér: Prestur sækir rétt sinn gagnvart biskupi Íslands

Biskup hafði viku til að svara séra Skírni en tók sér rúmar tvær til þess. Agnes staðfesti þjónustulok prestsins fyrir kirkjuna í yfirlýsingu og sagði þar ástæðuna vera brot á trúnaðarskyldu. Hún sagði það einnig misskilning í fjölmiðlaumfjöllun að presturinn hafi verið rekinn því réttindi séra Skírnis verði að öllu virt samkvæmt ráðningarsamningi. Sigurður Kári segir hins vegar um augljósan brottrekstur að ræða.

Sjá hér: Augljós brottrekstur

- Auglýsing -

Þrátt fyrir tilraunir Mannlífs þá hefur Agnes endurtekið neitað viðtali og vísað eingöngu í áðurnefnda yfirlýsingu sína. Þá sömu yfirlýsingu og krafist var að hún dragi til baka. Séra Skírnir er í veikindaleyfi og vill ekki láta hafa neitt eftir sér um stöðu mála, annað en staðfestingu þess efnis að ætla nú að sækja rétt sinn gagnvart Agnesi biskup.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -