Vinnumálastofnun undirbýr nú birtingu listans yfir þau fyrirtæki sem hafa nýtt hlutabótaleiðina svokölluðu.
Kallað hefur verið eftir að Vinnumálastofnun birti lista yfir þau fyrirtæki sem hafa nýtt svokallaða hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar.
Vinnumálastofnun taldi sig ekki hafa heimild til að afhenda né birta lista yfir þau fyrirtæki sem nýttu þetta úrræði en Persónuvernd birti bréf þess efnis fyrr í vikunni að persónuverndarlög stoppa ekki birtingu listans.
Vinnumálastofnun undirbýr nú birtingu lista yfir þau fyrirtæki sem hafa nýtt hlutabótaleiðina. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Mannlíf. Undirbúningur birtingar hófst eftir að álit Persónuverndar barst fyrr í vikunni.
Mannlíf hefur óskað eftir svörum frá Vinnumálastofnun um birtingu listans en svör hafa ekki borist.