Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Jón Steinar segir námsleyfi dómara valda útgjöldum fyrir skattborgara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það kostar ríkiskassann hátt í sjö milljónir króna að halda uppi dómurum í námsleyfum sem þeir geta tekið út á fjögurra ára fresti. Á hverju ári vinna íslenskir dómarar sér inn rétt til þriggja vikna námsleyfis á fullum launum. Dómari í námsleyfi á þar að auki rétt á greiddum ferða- og dvalarkostnaði meðan á leyfi stendur, allt að 1,5 milljón króna í hvert sinn. Skiptar skoðanir eru um þennan ríkulega rétt dómaranna.

Málið er til umfjöllunar í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Sumir eru þeirrar skoðunar að símenntun dómara sé nauðsynleg á meðan aðrir, þar á meðal Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, telur námsleyfi dómara hér á landi algjöran óþarfa. Hann leggur áherslu á að lagalega sé ekkert athugavert við þessar settu reglur.

„Reglur af þessu tagi voru ekki í gildi þegar ég var dómari og ég tel þær algjörlega óþarfar. Þetta veldur bara útgjöldum fyrir skattborgara. Samkvæmt minni reynslu er engin þörf fyrir þetta og væri réttast að afnema. Ég er búinn að lifa í lögfræðiheimi í hálfa öld og veit ekki betur en að menn hafi alveg komist af án reglna um námsleyfi. Þau ár sem ég var dómari sló ég aldrei feilhögg í dómsýslu þrátt fyrir að fá aldrei svona leyfi. Það væri nú þægð í því ef þeim tækist að berja þennan ósóma niður,“ segir Jón Steinar. telja hana algjöran óþarfa.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -