Óttar Sveinsson, höfundur Útkallsbókanna, var um borð í Urriðafossi á jólanótt árið 1986 þegar fregnir bárust af því að flutningaskipið M/S Suðurland sökk rúmar 300 sjómílur austan af Langanesi, miðja vegu milli Íslands og Noregs.
Ellefu skipverjar voru um borð en áhöfnin var uppáklædd og í hátíðarskapi í tilefni jólahátíðarinnar þegar slagsíða kom á skipið og það fékk á sig mikið högg. Halli var kominn á skipið og sjór flæddi stjórnlaust innbyrðis en hálftíma síðar sendi skipstjórinn út tilkynningu um að skipið sé að sökkva, og það hratt.
Urriðafoss og Suðurlandið voru bæði á leið sinni til Murmansk með síldartunnur en Urriðafossinn lagði af stað um tuttugu tímum á undan Suðurlandinu.
Hann segir frá þessu í viðtali sem finna má á efnisveitu Mannlífs.
,,Ég segi ekki að það hafi verið kapphlaup en men vildu verða fyrstir inn í Murmannsk til að men þyrftu ekki að bíða fyrir utan. Þarna sáu men fram á að við þyrftum að eyða jólunum úti á sjó og svo kemur þarna aðfangadagskvöldið og Suðurlandið fer á eftir okkur þessum tímum á eftir okkur. Við sluppum við lægð og vorum komnir langleiðina að Noregi, við vorum þarna einhversstaðar norður við Heimskautsbauginn, og þarna á aðfangadagskvöld borðum við einhvern mat og allt í lukkunnar standi. Skipstjórinn bauð okkur upp drykk að mig minnir um tíu eða half ellefu um kvöldið og þá kemur háseti niður af vaktinni og segir ,,Suðurlandið var að senda út neyðarkall”, það var sjokk.”
Urriðafoss og Suðurlandið höfðu verið í miklum samskiptum þar áður og áhafnirnar í miklum samskiptum þar sem skipin voru í sömu verkefnum.
,,Ég fór niður til að leggja mig aðeins fyrir vaktina. Tuttugu mínútur í tólf banker hann á hurðina, hásetinn sem var á vaktinni, kveikir ljósið og segir ,,það er ræs, Suðurlandið er sokkið.”
Þeir gátu svo ekki fylgst með gangi máli fyrr en þeir sjá það í norsku sjónvarpi að aðeins fimm úr áhöfn Suðurlandsins hafði verið bjargað.
Óttar vissi það ekki þá en þrettán árum síðar skrifaði hann bók um atvikið en við fjölluðum líka um málið í Baksýnisspegli árið 2021.