Hegðun Íslendinga og ákvarðanataka er oft fólki sem þekkir ekki þjóðina, mikil ráðgáta, hvort sem er um að ræða slæma eða góða hegðun.
Íslendingar á spjallsíðunni Reddit reyndu að kryfja hvað einkennir hegðun þjóðarinnar og eftir stuttan lestur er ljóst að margir notendur þar hittu naglann á höfuðið. „Nýjungagirni og heilbrigt magn af kæruleysi,“ segir Kasetta og tóku 85 manns undir þau ummæli. Annað einkenni sem fékk mikla athygli var að Íslendingar sjúga hor upp í nös, sem þykir gífurlega dónalegt í öðrum löndum.
„Ég á’etta ég má’etta,“ nefnir Upbeat-Pen-1631 og taka margir notendur undir það. Áhugaverðasta hegðunareinkennið sem er nefnt í spjallþræðinum er þó líklega „Að skilja alltaf eftir eina kökusneið í matarboðum. Ef einhver langar virkilega í hana, þá er hún skorin í tvennt og hinn helmingurinn skilinn eftir. Stundum endurtekur þetta sig nokkrum sinnum,“ sem Sheokarth skrifar.
Önnur áhugaverð ummæli eru „Að horfa á jarðskjálfta sem bögg en ekki náttúruhamfarir“, „Tala á innsoginu“, „Hjarðhegðun“ og „Horfa í augun á ókunnugum, ástæðan fyrir því að skransalar leggja mig í einelti þegar ég fer erlendis“
Hægt er að lesa fleiri ummæli hér